Sjá og HR kynna námskeið í vefstjórnun

Í nútímasamfélagi skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki að vera með góða og sýnilega heimasíðu. Á námskeiðinu er farið er yfir allt þeð helsta sem er að gerast í vefmálum í dag, nýjar aðferðir og hvað er að skila bestum árangri. Farið er m.a. yfir grafíska hönnun, verkefnastjórnun (Agile aðferðafræðin), innihald vefja, aðgengismál vefja, nytsemi og öryggi. Mikilvægt er að vefstjórarar hafi góða yfirsýn og þekki allt það helsta sem er að gerast í vefmálum og hvaða aðferðir eru að skila góðum árangri.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðri yfirsýn yfir hvaða þáttum vefstjórar þurfa að sinna í starfi sínu til að ná árangri.

Sjá nánari upplýsingar um námskeiðið á vef HR.


Bad Usability Calendar – Ágúst 2010

Vefurinn Bad Usability Calendar er með skemmtilegt innleg í umræðu um nytsemi vefja. Mánaðarlegir pistlar fjalla um atriði sem vert er að huga að þegar kemur að því að halda úti vef sem er nytsamur og notendavænn. Hér má sjá ágúst-færsluna sem fjallar um mikilvægi þess að hugað sé að því að skrifa á réttan hátt fyrir vefinn. Draga þarf fram aðalatriðin fyrst og allur texti þarf að vera  hnitmiðaður. Við byrjum að lesa efst á síðunni og færum okkur niður en athyglin skerðist um leið.  Áhugaverð lesning og gagnleg.


Iceweb 2010

Samtök vefiðnaðarins standa fyrir ráðstefnunni Iceweb 2010 dagana 7.-8. október nk. Eins og áður er um að ræða spennandi viðburð í vefheiminum. Frábærir fyrirlesar munu stíga á stokk, bæði með fyrirlestrum og eins workshoppum. Hér er um að ræða viðburð sem ekki má missa af.

Kíkið á vef ráðstefnunnar – http://icewebconference.com/


World Usability Day 2010

Nú styttist í dag nytseminnar eða World Usability Day 2010. Í ár verður dagurinn helgaður samskiptum og er haldinn þann 11. nóvember 2010.  Elizabeth Rosenzweig, stofnandi World Usability Day,  segir að daginum sé ætlað að auka vitund um og skilning á hönnun, vörum og þjónustu sem auðvelda samskipti í heiminum.

Hægt er að lesa meira um framtakið á vefnum www. worldusabilityday.org.