Vefir í úrslitum íslensku vefverðlaunanna 2009

Nú hefur dómnefn íslensku vefverðlaunanna valið þá vefi sem komust í úrslit fyrir árið 2009. Nokkur breyting er á flokkum núna, t.d. hafa nýir flokkar hafa bæst við (best markaðsherferðin, besti smátækjavefurinn) o.fl. og víst að spennandi úrslit eru framundan enda um Óskarsverðlaunahátíð vefiðnaðarins að ræða!

Lista yfir vefi þá sem tilnefndir eru að þessu sinni má skoða á vef Svef.


Aftaka Internet Explorer 6.0

Það eru æ fleiri sem styðja það að Internet Explorer 6.0 vafrinn verði látinn syngja sinn svanasöng  (og Internet Explorer yfir höfuð en það er nú önnur saga). Það eru margar ástæður fyrir því að Internet Explorer 6.0 ætti að hverfa. Sumir vilja meina að vafrinn minnki lífslíkur forritara, bæti gráum hárum á kolli þeirra og hækki blóðþrýsting upp úr öllu valdi. Alvarlegasta atriðið er auðvitað öryggismál. Nú síðast hefur Google bæst í  hóp þeirra sem krefjast þess að vafrinn hverfi fyrir fullt og allt.