Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007 – SJÁ hefur úttekt á opinberum vefjum í annað sinn

Forsætisráðuneytið hefur gengið til samninga við Sjá um að framkvæma í annað sinn úttekt á opinberum vefjum, nú á um 280 vefjum. Úttektin var áður framkvæmd árið 2005 í samstarfi við forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga og þá var í fyrsta sinn farið í úttekt af þessari stærðargráðu á Íslandi. Úttektin verður afar sambærileg nú og áður, megintilgangurinn er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Vefirnir voru metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Niðurstöður liggja fyrir í haust.

Niðurstöður úttektar frá 2005