Leturstækkanir: Hnappar eða vafrinn?

Lengi hefur skoðun á leturstækkunum á vefjum verið á öndverðum meiði. Á að bjóða upp á leturstækkanir í hnöppum eða eiga notendur að „læra“ á vafrann til að geta breytt letri sjálfir? Á öðrum endanum höfum við forritara og tæknilega fólkið sem eru harðir á því að notendur eigi að „læra“ á vafrastillingar. Á hinum endanum höfum við fólk, eins og okkur hjá SJÁ sem erum hörð á því að notendur eigi ekki að þurfa að læra eitthvað sem á að vera sjálfsögð viðbót. Það eru sterk rök með og á móti. Þarna á milli lenda notendurnir sjálfir og besta leiðin er að fylgjast með notendahegðun og spyrja þá sjálfa hvað þeir kjósa.

Continue reading


Myndband – UT konur

UT konur hafa unnið myndband til að kynna geirann fyrir stúlkum í framhaldsskólum landsins.
Markmiðið er að sýna hversu fjölbreytt starfið getur verið og hversu spennandi og fjölbreytt verkefni konur í upplýsingatækni eru að vinna að.

Til að skoða myndbandið UT konur þarftu að hægrismella á tengilinn og velja Save as. Myndbandið er á .mov sniði, 11 mínútur að lengd og 280 Mb að stærð. Nota þarf Quick Time forritið til að skoða myndbandið en það má nálgast án endurgjalds á vef Apple.

Ef þú kýst að lesa efni myndbandsins í staðinn fyrir að hlusta á það getur þú skoðað þessa síðu: Textaskrá fyrir Myndband – UT konur.


Galdurinn á bak við 2.7 milljarða dala spurningu Amazon

Að breyta hnappi getur aukið innkomu vefjar um 300 milljónir dala. Betra ROI (Return of Investment) er ekki hægt að hugsa sér. Þetta segja þeir hjá User Interface Engineering. Þeir ættu að vita hvað þeir eru að tala um þar sem það voru þeir sem breyttu hnappinum og sáu með eigin augum hversu gríðarleg áhrif hönnun og viðmót getur haft varðandi innkomu og velgengni. Það má segja að oft velti lítil þúfa þungu hlassi!

Hver er galdurinn? Jú…þessi einfalda spurning: „Var þessi umsögn gagnleg fyrir þig“ (Was this review helpful to you?). Svarið er jafnvel einfaldara…Já eða nei. Jared M. Spool rekur í stórgóðri grein sinni kosti og galla virkninnar og alls kyns skemmtilegar pælingar í kringum hana. Einnig er fróðlegt að lesa athugasemdir lesenda. Stórskemmtileg grein sem við mælum með!


10 tól til að prófa skerpu á vefsíðum

456 Berea Street er vefur sem er skyldulesning fyrir alla nörda, CSS áhugafólk, hönnuði og þá sem eru að velta fyrir sér aðgengismálum. Í einni færslu sinni hefur Roger (umsjónarmaður vefjarins) tekið saman 10 tól til að greina skerpu í andstæðum lita sem og birtuskil á vefsíðum. Eitthvað sem alltof oft er horft fram hjá í hönnun. Það gleymist nefnilega ótrúlega oft að ekki hafa allir fullkomna sjón og margir notendur eiga í vandræðum með að lesa letur sem ekki er svart á hvítu (eða hefur nægilega skarpar andstæður miðað við bakgrunn).