Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007 – hádegisfundur

SJÁ og forsætisráðuneytið stóðu fyrir hádegisfundi á Grand Hotel í dag. Kynntar voru niðurstöður úttektarinnar Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007. Húsfyllir var og víst að fjölmargir eru spenntir að kynna sér niðurstöður nánar. Hægt er að sækja nánari upplýsingar um niðurstöður einstakra vefja á UT vefnum sem og skýrsluna sjálfa (á pdf sniði). Skýrslan á aðgengilegu sniði fyrir skjálesara verður sett inn á morgun.