9 algeng mistök í notendavæni

Smashing Magazine birti nýlega lista yfir 9 algeng mistök í notendavæni. Þau ná t.d. yfir of lítið svæði til að smella á (erfitt að hitta á tengil), flókna uppsetningu síðna sem eykur á erfiðleika notenda til að skanna upplýsingar, óvirka tengla, ekkert leitarsvæði, löng skráningarform og fleira. Þetta eru ekki endilega þessi hefðbundnu mistök í notendavæni en engu að síður áhugaverð grein að lesa.


Verkefnin vantar ekki – ef við leggjum saman krafta okkar!

Á vef Hjálmars Gíslasonar má finna ýmiss konar skemmtilegar pælingar um ástandið í þjóðfélaginu í dag á mannamáli. Hjálmar er frumkvöðull og hugsar sem slíkur. Í kreppunni er nefnilega mikilvægt að búa til tækifæri, nýta þau sem fyrir eru og vinna saman að því að búa til verðmæti. Segja má að samlegðaráhrif skipti hér öllu máli því nýta mætti ónýtta krafta forritara eða vefhönnuða til þess að bæta vefi og vefkerfi. Hvernig væri að slá þessum kröftum saman? Hjálmar rekur skemmtilegar hugmyndir á síðu sinni sem við við hvetjum ykkur til að lesa enda eiga þær fullt erindi til okkar.