9 algeng mistök í notendavæni

Smashing Magazine birti nýlega lista yfir 9 algeng mistök í notendavæni. Þau ná t.d. yfir of lítið svæði til að smella á (erfitt að hitta á tengil), flókna uppsetningu síðna sem eykur á erfiðleika notenda til að skanna upplýsingar, óvirka tengla, ekkert leitarsvæði, löng skráningarform og fleira. Þetta eru ekki endilega þessi hefðbundnu mistök í notendavæni en engu að síður áhugaverð grein að lesa.