Opinn kynningarfundur – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?

Eins og fram hefur komið verður gerð almenn úttekt á opinberum vefjum nú í haust en þegar er hafin skoðun á öryggismálum þeirra. Af því tilefni verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem þeir sem framkvæma úttektirnar munu kynna hvernig staðið verður að þeim, taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Fundurinn verður þriðjudaginn 25. ágúst  í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík (M215 og M216 ) kl. 15-16:30 og er sem fyrr segir öllum opinn.

Hægt er að fylgjast með fundinum beint hér – bein útsending frá kynningarfundi.

Continue reading


Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?

Úttektin Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015? er að fara af stað nú í sjötta sinn. Að þessu sinni verða teknir út um 260 opinberir vefir ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Úttektin hefur verið framkvæmd annað hvert ár frá 2005 og er mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds þeirra, nytsemi, aðgengis fyrir blinda og sjónskerta, þjónustu og möguleika almennings til lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.

Að úttektinni standa innanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga en Sjá mun annast framkvæmd úttektarinar. Continue reading