Ferðaprófanir

Í nýjasta pistli sínum fjallar Jakob Nielsen um mikilvægi þess að framkvæma prófanir og að í rauninni sé hægt að framkvæma prófanir hvar sem er, ekki þurfi flotta prófunaraðstöðu. Hann segir það árangursríkast, og hér erum við hjá Sjá hjartanlega sammála honum, að sem flestir (og helst allir) sem koma að viðkomandi vef eða kerfi fylgist með prófununum. Að þessir aðilar fylgist með raunverulegum notendum, það er lærdómsríkt og eykur skilning þeirra á hugsanlegum vandamálum. Við mælum með þessum pistli – en hægt er að lesa hann hér.