Niðurstöður könnunarinnar – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017

Úttektin var framkvæmd nú í sjöunda sinn, eða annað hvert ár frá árinu 2005. Tilgangur úttektarinnar er að meta opinbera vefi og bera saman, bæði með tilliti til þróunar en einnig milli stofnana.  Úttektin er mikilvægur stuðningur við þróun rafrænnar þjónustu.

Framkvæmdin var með svipuðu sniði nú og fyrri ár. Vefirnir voru skoðaðir og í framhaldinu fengu tengiliðir stofnana aðgang að sínu svæði á vef þar sem matið var birt og þeir gátu gert athugasemdir. Tengiliðir svöruðu einnig spurningum um vefinn og sína stofnun.

Matið sjálft fór fram um mánaðarmótin ágúst – september og í framhaldinu var könnunin opin fyrir svörun í um 3 vikur.

Svarhlutfall var aðeins betra nú en síðast eða um 80% á heildina.  Sveitarfélögin eru með lægsta svarhlutfallið eins og reyndar hefur verið í fyrri úttektum.

Það er ánægjulegt að sjá að þróunin er jákvæð, ágætis stökk upp frá fyrri úttekt.

Continue reading