Niðurstöður – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?

Úttektin var nú framkvæmd í  sjötta sinn en hún hefur farið fram annað hvert ár frá árinu 2005 – það er því 10 ára afmæli núna. Tilgangurinn er að meta opinbera vefi og bera saman, bæði með tilliti til þróunar en einnig milli stofnana.  Eins hefur það sýnt sig að úttektin er mikilvægur stuðningur við þróun rafrænnar þjónustu. Framkvæmdin var með svipuðu sniði nú og fyrri ár.
255 vefirnir ríkisstofnana og sveitarfélaga voru skoðaðir og í framhaldinu fengu tengiliðir stofnana aðgang að sínu svæði á vef þar sem matið var birt og þeir gátu gert athugasemdir. Tengiliðir svöruðu einnig spurningum um vefinn og sína stofnun. Matið sjálft fór fram í byrjun september og í framhaldinu var könnunin opin fyrir svörun í um 2 vikur.

Svarhlutfall var nokkuð lægra nú en áður eða um 74% á heildina. Þetta eru nokkur vonbrigði og umhugsunarefni, en 66 stofnanir svara ekki. Við lítum svo á að það felist ýmis tækifæri í því að taka þátt og gagnlegt fyrir vefstjóra að nýta sér þau. En það skal tekið fram að allir vefirnir eru teknir út og metnir, þrátt fyrir að svör berist ekki frá viðkomandi stofnun.

Á heildina litið eru niðurstöður jákvæðar, þó þróunin sé hæg.

Continue reading