Gott aðgengi á vefjum borgar sig!

Það borgar sig eins og allir vita að gera vefsíður (og þar með þjónustu og upplýsingar) aðgengilegar á Netinu. Hér er verið að tala um gott aðgengi allra að upplýsingum og upplýsingum á Netinu og ekki síst aðgengi fatlaðra eins og blindra, sjónskertra, hreyfihamlaðra, heyrnarlausra og lesblindra. Fyrirtæki og stofnanir reiða sig sífellt meira á vefsíður sem upplýsingaveitu/kynningarbækling á Netinu og því er enn mikilvægara en áður að gera allt sem aðgengilegast.

Continue reading


Mistök í markaðsetningu með tölvupósti-hljóma þau kunnugleg?

Tölvupósturinn (ef miðað er við lítil fyrirtæki) er enn þá ein áhrifaríkasta leiðin til markaðssetningar. Hún er ódýrari, mælanlegri og áhrifaríkari en póstur sem fer hina hefðbundnu leið. Samkvæmt könnunum skilar auglýsingaherferð í tölvupósti þrisvar til fimm sinnum þeirri upphæð sem lagt var í herferðina. Mikilvægt er þó að forðast augljósar villur því þær hafa verulega slæm áhrif á hversu vel tekst til. Í nýrri og áhugaverðri grein frá e-consultancy er að finna nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar forðast á mistök við markaðsetningu með tölvupósti:

Continue reading


Grein frá SJÁ um innri vefi í Morgunblaðinu

Nýlega birti Jakob Nielsen grein um tíu innri vefi sem valdir voru bestir árið 2008 í vikulega veftímariti sínu Alertbox, en undanfarin ár hefur hann framvæmt ítarlega úttekt og samanburð á innri vefjum fyrirtækja. Þrjú fjármálafyrirtæki eru á listanum en þau verja óhemju fjármagni til þess að vinnulag og samskipti séu sem skilvirkust og hagkvæmust. Flest fyrirtækin á listanum eru mjög stór, með að meðaltali 50.000 starfsmenn. Á listanum er þó ein lítil stofnun, Samgönguráðuneyti Nýja Sjálands með 200 starfsmenn. Þetta eru áhugaverðar fréttir fyrir Ísland og sýnir að smærri fyrirtæki og opinberar stofnanir ættu að sjá tækifæri í góðum innri vefjum. Fríða Vilhjálmsdóttir tók saman efni þessarar greinar og birtist umfjöllun hennar nýverið í Morgunblaðinu.

Continue reading


Nielsen: Minni gróði út frá nytsemi

Jakob Nielsen er ekki mikið fyrir að gera lítið úr skilvirkni aðferða sinna og því kom nokkuð á óvart að nýjasta grein Nielsen fjalli um minni gróða af því að beita aðferðum úr heimi nytsemi (e. usability measures) við endurhönnun á vefjum. Þegar betur er að gáð hins vegar má lesa að Jakob mælir að sjálfsögðu með því að nytsemisaðferðir séu notaðar og að það að leggja lítinn hluta fjármagns í endurhönnun vefja, mun samt skila miklum hagnaði.

Continue reading