Bestu vefir sveitarfélaga í Bretlandi

Nýlega var kynnt skýrsla um bestu vefi sveitarfélaga í Bretlandi. Skýrslan er ekki ósvipuð úttekt SJÁ og forsætisráðuneytisins á innihaldi, nytsemi og aðgengi opinberra vefja og gefur ágæta hugmynd um t.d. hvernig ástand í rafrænni stjórnsýslu, meðferð gagna og nytsemi vefja er þar í landi. Ekki var þó fjallað um aðgengi bresku vefjanna.

Continue reading


Námskeið í aðgengismálum

Hin vinsælu námskeið í aðgengismálum hefjast aftur með haustinu. Aðgengismál fatlaðra að Netinu er sífellt að verða fyrirferðarmeira í umræðunni enda ættu allir notendur að hafa tækifæri til að nálgast upplýsingar á vefjum sem og að hafa tækifæri til að taka þátt í málefnum líðandi stundar til jafns á við aðra.

Continue reading