Bestu vefir sveitarfélaga í Bretlandi

Nýlega var kynnt skýrsla um bestu vefi sveitarfélaga í Bretlandi. Skýrslan er ekki ósvipuð úttekt SJÁ og forsætisráðuneytisins á innihaldi, nytsemi og aðgengi opinberra vefja og gefur ágæta hugmynd um t.d. hvernig ástand í rafrænni stjórnsýslu, meðferð gagna og nytsemi vefja er þar í landi. Ekki var þó fjallað um aðgengi bresku vefjanna.

Um 63% Breta (tæp 37% landsmanna) höfðu aðgang að Netinu og 84% höfðu háhraðatengingu og voru vefir misvel sniðnir að hægari tengingu. Þeir þættir sem teknir voru fyrir í könnuninni voru m.a.:

  • Lykilupplýsingar á forsíðu (t.d. símanúmer og opnunartímar, hægt að stækka letur)
  • Stuðningur við lykilverkefni á vefnum (t.d. greiða fasteignagjöld, fylgja eftir umsóknum)
  • Endurgjöf vegna forma (t.d. endurgjöf vegna villna, skýr skref í formi)
  • Leiðarkerfi (t.d. hvort í boði sé veftré og brauðmolaslóð)

Alls voru þetta 20 atriði sem skoðuð voru á hverjum vef en enginn vefjanna hlaut fullt hús stiga þ.e. 100 stig. Þeir stigahæstu hlutu 66 stig og voru það 6 vefir. Niðurstöðurnar úr sambærilegri könnun árinu áður gaf
meðaltalsstig upp á 45,5 stig en var nú 56,6 sem er nokkuð jákvæð þróun.

Það sem sveitarfélögin hafa æ meira áttað sig á bæði þar og víða annars staðar er sú hagræðing sem hlýst af því að greiða fyrir götur rafrænna ferla og stjórnsýslu á Netinu. Hagræðing verður þó ekki veruleiki fyrr en vefsvæði skila fyrsta flokks þjónustu og stuðningi við notendur sína.

Nánar er greint frá niðurstöðum í skýrslu frá Webcredibles (tengillinn opnar síðu þar sem hægt er að óska eftir skýrslunni senda til sín í tölvupósti).