Masterclass Gerry McGovern í notendamiðaðri vefstjórnun

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, bjóða vefstjórum, markaðsstjórum, vörustjórum og öðrum ábyrgðarmönnum vefsvæða á Íslandi upp á masterclass í notendamiðaðri vefstjórnun (e. Top-Task management) fyrir vefi frá einum færasta sérfræðingi heims á þessu sviði, Gerry McGovern. Námskeið Gerry McGovern eru löngu orðin víðfræg um heim allan og hentar sérstaklega vel þeim sem bera ábyrgð á innri-, þjónustu-, sölu- og markaðssvefjum.

Við viljum vekja athygli á því að miðasala er hafin. Ekki missa af þessu tækifæri!!!!
Continue reading


Heitir reitir á vefsíðunni þinni

Ef þú vilt fylgjast með því hvar notendur smella helst á vefsíðunni þinni gæti ClickHeat hugbúnaðurinn verið fyrir þig. Hugbúnaðurinn er opinn (open source) og hann má niðurhala án endurgjalds. ClickHeat útbýr eins konar “hitasvæði” (heatmap) sem segir til um hvar heitustu/köldustu svæðin á vefsíðunni eru. Heitustu svæði segja ekki endilega til um vinsælustu svæðin en geta gefið góða vísbendingu um “týnt efni” svo dæmi sé tekið.


Ný heimasíða Krabbameinsfélags Íslands

Úr fréttatilkynningu Krabbameinsfélagsins

Heilbrigðisráðherra opnar nýja heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra opnaði í dag nýja og endurbætta heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands að viðstöddum stjórnendum og starfsfólki félagsins. Heimasíðan er mikilvægt tæki fyrir þá sem leita upplýsinga um krabbamein og sem þurfa að nýta sér þjónustu Krabbameinsfélagsins.

Continue reading


Nokkrar mýtur um aðgengismál á Netinu

Nokkrar mýtur um aðgengismál á Netinu: Aðgengilegir vefir eru einungis textasíður án mynda. Ekki satt. Fatlaðir einstaklingar nota ekki Netið. Ekki satt. Aðgengismál og notendavæni eru tveir aðskildir hlutir og fylgjast ekki að. Ekki satt….. Hljómar eitthvað af þessu kunnuglega? Góð vísa er aldrei of oft kveðin svo við hvetjum ykkur til að lesa eftirfarandi grein á vef System Concepts