Tíu dæmi um sniðuga notkun á Google

Google er jafn ómissandi flestum netnotendum eins og dekk eru bíl. Það geta fáir hugsað sér tilveruna án þessarar mögnuðu leitarvélar. Það eru jú fleiri leitarvélar í boði en lang flestir kjósa að nota þessa einföldu en kraftmiklu leitarvél. Það sem kannski ekki allir vita er að það má nota Google á svo marga vegu. Maður getur t.d. notað Google sem orðabók, götukort, reiknivél, gjalmiðlareikni o.fl., o.fl. New York Times tók saman 10 sniðug not fyrir Google sem gaman er að rifja upp.


Engar vísbendingar í reitum takk

UXMatters tekur hér á viðfangsefni sem er í raun leifar af gömlum tímum. Hér áður fyrr var þess krafist af alþjóðlegum gátlistum varðandi aðgengi, að texti væri alltaf í reitum forma. Þetta var mikilvægt fyrir skjálesara til að finna reitina. Þetta atriði er í raun algjörlega úrelt skjálesaranna vegna en hefur samt ekki verið útrýmt. Það eru þó skiptar skoðanir varðandi það hvort að þessi texti sé gagnlegur eða til trafala fyrir notendur. Continue reading


Svanasöngur Scrum?

Ansi áhugaverð lesning frá Simple Progragrammer þar sem Scrum aðferðin er tætt niður. Niðurlag greinarinnar er að Scrum sé ágætt til síns brúks, að besti hlutinn sé Agile aðferðarfræðin en sé í raun ekkert annað en bóla. Reyndar sagði Bill Gates á sínum tíma að tölvur þyrftu ekki meira minni en 64K í framtíðinni!!


Vefir í úrslitum íslensku vefverðlaunanna 2009

Nú hefur dómnefn íslensku vefverðlaunanna valið þá vefi sem komust í úrslit fyrir árið 2009. Nokkur breyting er á flokkum núna, t.d. hafa nýir flokkar hafa bæst við (best markaðsherferðin, besti smátækjavefurinn) o.fl. og víst að spennandi úrslit eru framundan enda um Óskarsverðlaunahátíð vefiðnaðarins að ræða!

Lista yfir vefi þá sem tilnefndir eru að þessu sinni má skoða á vef Svef.


Aftaka Internet Explorer 6.0

Það eru æ fleiri sem styðja það að Internet Explorer 6.0 vafrinn verði látinn syngja sinn svanasöng  (og Internet Explorer yfir höfuð en það er nú önnur saga). Það eru margar ástæður fyrir því að Internet Explorer 6.0 ætti að hverfa. Sumir vilja meina að vafrinn minnki lífslíkur forritara, bæti gráum hárum á kolli þeirra og hækki blóðþrýsting upp úr öllu valdi. Alvarlegasta atriðið er auðvitað öryggismál. Nú síðast hefur Google bæst í  hóp þeirra sem krefjast þess að vafrinn hverfi fyrir fullt og allt.