Engar vísbendingar í reitum takk

UXMatters tekur hér á viðfangsefni sem er í raun leifar af gömlum tímum. Hér áður fyrr var þess krafist af alþjóðlegum gátlistum varðandi aðgengi, að texti væri alltaf í reitum forma. Þetta var mikilvægt fyrir skjálesara til að finna reitina. Þetta atriði er í raun algjörlega úrelt skjálesaranna vegna en hefur samt ekki verið útrýmt. Það eru þó skiptar skoðanir varðandi það hvort að þessi texti sé gagnlegur eða til trafala fyrir notendur. Nafn reitsins (e. label) á að vera það skýrt að frekari skýringa ætti ekki að vera þörf. Að sama skapi má segja að hægt sé að bæta við ítarlegri upplýsingum í reitum ef þess þyrfti. Dæmi: ef nafn reits er Heimilisfang gæti texti í reit verið Götuheiti. Þá skiptir máli að hafa textann í reitinum ekki svartan svo notendur haldi ekki að búið sé að filla inn reitina og að textinn sé ekki of ljós til að notendur haldi að um óvirkan reit sé að ræða og að ekki sé hægt að fylla inn í hann. UXMatters telur a.m.k. að þessi texti sé óþarfur og geti í versta falli verið ruglingslegur fyrir notanda. Eitthvað til að hugsa um yfir kaffinu!