Námskeið í vefstjórnun

Okkur langar að vekja athygli þína á námskeiði í vefstjórnun sem SJÁ stendur að í samvinnu við Fagmennt Opna háskólans.  Boðið er upp á 51 klst. nám í vefstjórnun fyrir þá sem vilja kynna sér það nýjasta sem er að gerast í vefmálum í dag. Námskeiðið hentar vel starfandi vefstjórum og þeim sem hafa hug á að starfa við vefstjórnun.

Continue reading


Að vera svolítið öðruvísi

Við hjá SJÁ göngum út frá því að nytsemi og gott skipulag vefsíðna sé ávallt haft að leiðarljósi. Góð uppsetning vefja og skipulögð framsetning upplýsinga er eins og gott vegakort fyrir týndan vegfaranda. Það má því rétt ímynda sér hvort að samantekt Noupe hafi ekki fengið aðgengis- og nytsemis-hjörtu okkar til að slá örar og með svitadropa á enni skoðuðum við samantektina ….En hafa ber í huga að fyrir suma starfsemi þá einfaldlega hentar að vera svolítið öðruvísi og í rauninni er bara skemmtilegt að skoða alla flóruna þ.e. allt frá einföldum textasíðum tiltekinna vefgúrúa yfir í það sem fáir myndu telja notendavænt en líklega allir myndu telja frumlegt og jafnvel skemmtilegt.


Allt sem þið vilduð vita um töflur

Matt Cronin hjá Noupe hefur tekið saman heilmikið af gögnum varðandi töflur. Töflum má skipta í tvennt; annars vegar er það gagnatöflur (e. data tables t.d. stundaskrá) og hins vegar eru töflur til að stjórna útliti (e. layout tables). Við vitum þó flest að afar fáir nota töflur til að stýra útlitinu (eins gott) en maður getur alltaf á sig blómum bætt varðandi það hvernig maður setur upp góðar gagnatöflur. Töflur þurfa að vera rétt skilgreindar svo skjálesarar blindra notenda hafi góðan aðgang að þeim og svo eru góðar töflur einnig alltaf mikilvægar til að setja upplýsingar fram á skýran hátt fyrir öllum notendum.