Mozilla Firefox útgáfa 3 kominn út

Víst er að margir eru spenntir yfir því að prófa nýjustu útgáfu Mozilla Firefox vafrans. Reyndar eru þeir nokkrir sem ekki gátu beðið og hafa fengið nasaþefinn af nýjustu útgáfunni með því að vera með Beta (tilrauna) útgáfu í notkun. Látið hefur verið vel af útgáfu 3 og lofa Mozilla Firefox menn meðal annars  bættu öryggi, meiri hraða og allt að 15 þúsund lagfæringum og breytingum.Firefox styður nú einnig 50 tungumál.

Continue reading


Vefnotendur eru að verða eigingjarnari

Á vef BBC nýlega var skemmtilegt viðtal við vefgúruinn Jakob Nielsen. Í viðtalinu talar Nielsen um að notendur vefja séu að verða eigingjarnari og miskunnlausari. Nielsen styður þessa fullyrðingu með skýrslu um hegðun notenda og segir að þeir séu óþolinmóðari og vilji klára það sem þeir ætla sér á sem minnstum tíma. Notendur dvelja ekki lengur á vefsíðum og tilraunir til að halda notendum á vefsíðum hafa mistekist. Gylliboð virka ekki lengur að mati Nielsen.

Continue reading