Stöðugar umbætur

Í nýjum pistli fjallar Gerry McGovern um mikilvægi þess að vinna stöðugt að því að bæta mikilvægustu aðgerðir notenda (e. top tasks). Það er í raun miklu betri leið en að fara út í miklar breytingar og endurhönnun.  Skv. Gerry skila stöðugar umbætur raunverulegum verðmætum á meðan endurhönnun eða algjör yfirhalning geri það sjaldnast.

Lesið pistilinn hans hér.


Sannleikurinn um skrun

Rákumst á skemmtilegar pælingar um lengd á vefsíðum og hvernig má fá notendur til að skruna.  Lengi hefur verið talað um að vefsíður megi ekki vera of langar og mikil áhersla lögð á það sem sést í á skjánum án skruns (e. above the fold). Hér koma fram aðrar hugmyndir um það hversu mikið notendur eru til í að skruna.  Pistillinn er frá Conversion Rate Experts og má lesa hér.


Nýjungar og kunnugleiki

Það er mikilvægt að huga bæði að nýjungum og því að ganga ekki of langt frá því sem notandinn þekkir þegar verið er að hanna nýja vefi, farsímalausnir eða hvaða hugbúnað sem er.  Nýjungar eru mikilvægar í allri þróun en að sama skapi mikilvægt að huga vel að upplifun notenda og notendavæni.  Hér er pistill frá Webcredibles um þessa fínu línu.