Niðurstöður – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?

Niðurstöður úr úttektinni Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013? voru kynntar á UT daginn þann 28. nóvember sl. Sjá sá um framkvæmd á úttektinn að þessu sinni og fulltrúi Sjá kynnti helstu niðurstöður á fundinum. Segja má að á heildina litið hafi niðurstöður verið nokkuð jákvæðar. Sé horft til niðurstaðna úr fyrri könnunum til samanburðar hefur þróunin verið jákvæð, þ.e.a.s. heildarskor fer hækkandi og tekur nokkuð gott stökk upp á við núna frá síðustu könnun 2011. Continue reading