21 nýjung í vefhönnun 2009

Það er alltaf gaman að lesa um strauma og stefnur í bransanum. SJÁ rakst á þessa áhugaverðu grein um nýjungar í vefhönnun 2009. Hér kennir ýmissa grasa m.a. að sér vefsíður fyrir síma verði meira áberandi, innskráning á einum stað (en notuð á mörgum vefsíðum), Háskerpumyndbönd (HD) í gegnum Adobe Flash (eins og YouTube býður upp á), Internet Explorer styður alla staðla í vefbransanum (varla…enda brandari) og margt fleira.


Vefhönnun frá grunni

SJÁ rakst á skemmtilega grein um vefhönnun sem margir gætu haft gaman af, ekki síst vegna þess að Nishant Kothary er bæði útlitshönnuður og forritari. Það er blanda sem er ekki svo algeng. Kothary vill hins vegar meina að það sé það eina vitið í dag hvort sem fólk er sammála því eða ekki. Í greininni tekur Kothary okkur í gegnum hönnunarferli á vefsíðu en það sem er kannski áhugaverðast eru frumpælingar hans sem allar eru gerðar á ódýran og einfaldan hátt – með blýanti á pappír.


Þú veist að þú ert CSS-Ninja þegar…

SJÁ rakst á þennan bráðskemmtilega lista en hann inniheldur meira en lítið kunnuglegar staðreyndir fyrir suma. Eins og til dæmis:

  1. Það fyrsta sem þú gerir á nýjum vef er að skoða kóða vefjarins (source code).
  2. Þú ert með css/xtml validation á heilanum.
  3. Þig langar til að endurskrifa vefi með slökum kóða…þó þeir tilheyri þér ekki.

Listinn er allt í allt 20 atriði og víst er að margir munu verða skömmustulegir við að lesa hann!


Pencil skissutólið

SJÁ rakst nýverið á svolítið sniðuga lausn fyrir þá sem eru að skissa upp hönnun (prototypes) á vefjum. Pencil tólið mun vera ókeypis (virkar með Mozilla Firefox vafranum) og það má nota til að rissa upp flókið notendaviðmót (GUI), skissa upp útlit á vefsíður o.fl., o.fl.,