Vefhönnun frá grunni

SJÁ rakst á skemmtilega grein um vefhönnun sem margir gætu haft gaman af, ekki síst vegna þess að Nishant Kothary er bæði útlitshönnuður og forritari. Það er blanda sem er ekki svo algeng. Kothary vill hins vegar meina að það sé það eina vitið í dag hvort sem fólk er sammála því eða ekki. Í greininni tekur Kothary okkur í gegnum hönnunarferli á vefsíðu en það sem er kannski áhugaverðast eru frumpælingar hans sem allar eru gerðar á ódýran og einfaldan hátt – með blýanti á pappír.