Opinn kynningarfundur – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?

Eins og fram hefur komið verður gerð almenn úttekt á opinberum vefjum nú í haust en þegar er hafin skoðun á öryggismálum þeirra. Af því tilefni verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem þeir sem framkvæma úttektirnar munu kynna hvernig staðið verður að þeim, taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Fundurinn verður þriðjudaginn 25. ágúst  í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík (M215 og M216 ) kl. 15-16:30 og er sem fyrr segir öllum opinn.

Hægt er að fylgjast með fundinum beint hér – bein útsending frá kynningarfundi.

Eins og áður fer fram mat á innihaldi, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislegri þátttöku og mun Sjá annast þennan þátt úttektarinnar sem og halda utan um framkvæmd verkefnisins. Sem fyrr er annars vegar er um að ræða mat á viðkomandi vefjum samkvæmt fyrirfram ákveðnum gátlista og hins vegar spurningar sem tengiliðir stofnana svara. Að auki verður  öryggi vefjanna einnig skoðað núna í fyrsta sinn.

Sjá nánari upplýsingar um framkvæmd úttektarinnar á UT vefnum.