Myndband – UT konur

UT konur hafa unnið myndband til að kynna geirann fyrir stúlkum í framhaldsskólum landsins.
Markmiðið er að sýna hversu fjölbreytt starfið getur verið og hversu spennandi og fjölbreytt verkefni konur í upplýsingatækni eru að vinna að.

Til að skoða myndbandið UT konur þarftu að hægrismella á tengilinn og velja Save as. Myndbandið er á .mov sniði, 11 mínútur að lengd og 280 Mb að stærð. Nota þarf Quick Time forritið til að skoða myndbandið en það má nálgast án endurgjalds á vef Apple.

Ef þú kýst að lesa efni myndbandsins í staðinn fyrir að hlusta á það getur þú skoðað þessa síðu: Textaskrá fyrir Myndband – UT konur.