Íslensku vefverðlaunin afhent 4. febrúar

Íslensku vefverðlaunin 2010 verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói þann 4. febrúar nk.

Þetta er í tíunda sinn sem þessi verðlaun eru veitt og verður því athöfnin með glæsilegra móti. Þessi verðlaun eru jafnframt uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa.

Dagskráin hefst kl. 18 með fyrirlestri Simon Collison (www.colly.com) sem er af mörgum talinn einn færasti vefhönnuður dagsins í dag. Simon mun ræða um stöðu og framtíðarsýn vefiðnaðarins. Að því loknu mun hann afhenda verðlaunin. Aðgangur er ókeypis.