Vefur Borgarbókasafns fær vottun

Vefur Borgarbókasafnsins – www.borgarbokasafn.is – hefur nú fengið aðgengisvottun Sjá og Öryrkjabandalags Íslands. Vefurinn er vottaður um Forgang I, sem er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi fatlaðra að vefjum.  Nánari upplýsingar um aðgengisvottanir má finna hér. Vottun Sjá og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu fyrirtækis eða stofnunar til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefur er „aðgengilegur“ ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu.