Google Kynslóðin

Google kynslóðin svokallaða er unga fólkið fætt eftir 1993 sem þekkir ekki heiminn eins og hann var fyrir innreið Netsins. Nýverið var framkvæmd rannsókn á nethegðun ungra notenda sérstaklega hvað varðar öflun upplýsinga á Netinu. Sérstaklega var horft til þess hvernig þessir ungu notendur væru líklegir til að hegða sér á Netinu í framtíðinni og hvort að sú leið sem unga fólkið notar til að afla upplýsinga mun móta framtíðarhegðun þeirra í rannsóknarvinnu og upplýsingaöflun. Einnig var áhugavert að skoða hvernig bókasöfnum muni vegna í framtíðinni með tilliti til ungs fólks og leitarvenja á Netinu.

Flestir nemendur sem núna útskrifast úr framhaldsskólum og háskólum eru yngri en fyrstu tölvurnar, þeim finnst þægilegra að vinna á lyklaborði en skrifa í stílabók og finnst betra að lesa á tölvuskjá en af pappír. Það sem skiptir þetta unga fólk mestu máli er: Sítenging, og að vera alltaf tengdur við vini og fjölskyldu hvenær og hvar sem er (t.d. msn, skype, facebook o.s.frv.).

Staðalímynd Google kynslóðarinnar (a.m.k. í Bandaríkjunum) er þessi:

 • 89% framhaldsskólanema nota leitarvélar til að finna upplýsingar en aðeins 2% nýta heimasíður bókasafna.
 • 93% eru ánægð með reynslu sína af leitarvélum samanborið við 84% sem voru ánægð með þjónustu bókasafnsfræðings á bókasafni.
 • Leitarvélar henta lífsstíl nemenda betur en hefðbundin bókasöfn eða bókasöfn á Netinu og talað er um að þær henti nemendum „fullkomlega”.
 • Framhaldsskólanemar nota enn þá bókasöfn en nota þau minna (og lesa minna) síðan þeir fyrst byrjuðu að leita upplýsinga á Netinu.
 • Bækur eru enn þá það sem fyrst kemur upp í hugann hjá nemendum þegar þeir eru spurðir út í bókasöfn þrátt fyrir að gríðarlegir fjármunir hafi verið lagðar í að kynna rafræn úrræði (uppflettirit o.fl.).

Hættan er sú að mati rannsakenda að nemendur verði ósjálfstæðir í vinnubrögðum enda hefur það sýnt sig að aðferðir sem nemendur nota til að leita upplýsinga eru ekki í samræmi við gagnrýna hugsun. Sem dæmi má nefna að nemendur krefjast aðgangs 24 tíma dags alla daga að upplýsingaveitum eins og bókasöfnum. Þeir vilja svör á sekúndubroti og vilja fá „rétta svarið” strax, frekar en að þurfa að leita eftir réttu sniði svarsins t.d. hvort að svarið sé að finna í tímariti, rannsókn, bók o.s.frv. getur skipt miklu máli varðandi það hvernig á að spyrja spurningarinnar.

Hvað vitum við um hegðun ungra notenda varðandi upplýsingar? Rannsóknir hafa sýnt fram á ákveðið mynstur varðandi hegðun ungra Netverja:

 • Læsi ungs fólks á upplýsingar hefur ekki batnað með auknum aðgangi að tækni, meira að segja eru mörg vandamál sem tölvur í raun fela.
 • Hraði ungs fólks við leit að upplýsingum þýðir að lítill tími fer í að meta þær út frá áreiðanleika, gildi eða heimildir.
 • Ungt fólk hefur slakan skilning á þörfum sínum varðandi upplýsingar og hafa ekki það sem þarf til að þróa með sér leitaraðferðir sem virka (spyrja réttu spurningarinnar).
 • Þetta hefur leitt til þess að ungt fólk leitar frekar að upplýsingum í samræmi við talmál en ekki hvernig leit og virk leitarorð fara saman.
 • Þegar ungt fólk fær birtan langan lista af leitarniðurstöðum finnst þeim erfitt að meta mikilvægi niðurstaðna og prenta t.d. út síður án þess að skoða niðurstöðurnar mikið.
 • Ungt fólk hefur litla yfirsýn á það hvað í raun Netið er og skilur ekki hvernig það er samansett úr mismunandi upplýsingaveitum frá mismunandi aðilum.
 • Mörgu ungu fólki finnst upplýsingar á vegum bókasafna ekki gagnlegar og sækir því frekar í Google eða Yahoo leitarvélar. Þessir notendur kjósa þá lausn sem þeir þekkja þó hún sé of mikil einföldun.