Vel heppnuð endurhönnun á BBC vefnum

Fréttadeild BBC hefur endurhannað vef sinn svo um munar. Vefurinn er léttari, notendavænni og þægilegri en áður. Einnig kemur einstaklingsmiðuð hönnun sterkt inn en notendur geta breytt litum á aðalsíðu, stjórnað því hvaða efni birtist (íþróttir, heimsmál, dægurmál o.fl.), fært til fréttasvæði og fleira. Þetta endurspeglar einnig þá hegðun sem netverjar hafa tileinkað sér með vefsvæðum eins og facebook sem og bloggsvæðum þar sem notandinn stjórnar sjálfur að miklu leyti hvað birtist og hvernig.