Myndbönd – það heitasta í dag

Myndbönd virðast vera það heitasta í dag, heilu vefsíðurnar snúast eingöngu um að birta myndbönd eins og t.d. Youtube, BBC iPlayer og 4oD og aukinn fjöldi vefsíðna notar myndbönd til að fanga athygli notenda.


Það er kannski ekki skrítið að notkunin hafi aukist á síðustu árum en hraði nettenginga hefur aukist mikið. Um 80-90% heimila hafa hraða tengingu og sjálfsagt að nýta þá möguleika sem hún gefur. Það getur þó verið vandkvæðum háð að birta margmiðlunarefni svo vel sé og reynsla og upplifun notenda skiptir hér gríðarlega miklu máli. Notendavæni eins og alltaf þarf að vera gott svo að efni skili sér eins og til er ætlast. Webcredibles hefur tekið saman gagnlegar leiðbeiningar varðandi framsetningu myndbanda á vefjum sem við hvetjum ykkur til að skoða.