Vefur S24 vottaður aðgengilegur

Nýlega var vefur S24 vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.

Mikil vinna hefur verið lögð í að gera vefinn sem aðgengilegastan fyrir sem flesta notendur enda samræmist það stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið. Við hjá SJÁ óskum S24 innilega til hamingju með aðgengilega vefinn sinn og þökkum samstarfið.