10 tól til að prófa skerpu á vefsíðum

456 Berea Street er vefur sem er skyldulesning fyrir alla nörda, CSS áhugafólk, hönnuði og þá sem eru að velta fyrir sér aðgengismálum. Í einni færslu sinni hefur Roger (umsjónarmaður vefjarins) tekið saman 10 tól til að greina skerpu í andstæðum lita sem og birtuskil á vefsíðum. Eitthvað sem alltof oft er horft fram hjá í hönnun. Það gleymist nefnilega ótrúlega oft að ekki hafa allir fullkomna sjón og margir notendur eiga í vandræðum með að lesa letur sem ekki er svart á hvítu (eða hefur nægilega skarpar andstæður miðað við bakgrunn).