Dagur Notendavæni 2009 (World Usability Day)

Þó að langt sé í World Usability Day (Dag Notendavæni) sem haldið er upp á um allan heim, langar okkur hjá SJÁ samt sem áður að kynna þemað í ár. Haldið verður upp á daginn 12. nóvember og að þessu sinni mun dagurinn snúast um Hönnun fyrir sjálfbæran heim sem er virkilega flott pæling.

Það verður afar spennandi að fylgjast með þegar nær dregur og við munum að sjálfsögðu flytja ykkur fréttir af atburðum sem marka eiga daginn. Við hjá SJÁ höfum ávallt tekið þátt í deginum með einum eða öðrum hætti (t.d. opið hús, ráðstefnur, blaðagreinar o.fl.) og munum auðvitað fylgjast vel með. Einnig væri gaman að heyra frá ykkur og vinna saman að því að kynna það sem í boði verður. Það eru spennandi mánuðir framundan!