Íslendingar eru enn heimsmeistarar í netnotkun. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar er nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila en árleg fjölgun nettengdra heimila hefur verið að meðaltali 2% síðustu fimm ár. Fjölgunin er þó minni á milli áranna 2010 og 2011 en á fyrri árum.
Athygli vekur þó að samkvæmt samantektinni hafa ríflega 4% landsmanna á aldrinum 16–74 ára aldrei notað netið, hins vegar nota 93% netnotenda netið daglega. Einnig hefur orðið aukning hefur orðið á notkun Íslendinga á samskiptasíðum, úr 70% netnotenda árið 2010 í 76% nú. Skoða má Hagtíðindin hér.