Notendur og leit hafa löngum verið okkur sem hugsum um notendavæni hugleikin. Oft er mikið lagt í það að láta leitarvirkni vefja virka sem best og í samræmi við væntingar notenda. Það er alls ekki auðvelt mál og að mörgu að huga. Tæknin þarf að standa fyrir sínu, eða sjálf leitarvélin, en það þarf líka að haga gögnum á þann hátt að þau finnist.
Gerry McGovern og Jakob Nielsen gera leit og notendur að umfjöllunarefni í nýjustu pistlum sínum, en þar fjallar McGovern um SEO og að það þurfi hanna og haga gögnum þannig að þau finnist. Nielsen gefur aftur á móti notendum falleinkunn í leitarkunnáttu og telur að viðmót og leiðarkerfi þurfi að taka við þar sem leit þrýtur.
Hægt er að nálgast pistlana hér – Jakob Nielsen: Converting Search into Navigation og Gerry McGovern: Quality Search requires quality people.