Framleiðni og innri vefir

Í nýjasta pistli sínum fjallar Gerry McGovern um framleiðni starfsmanna og raunverulegar ástæður þess að innri vefir standa ekki undir væntingum. Samkvæmt honum er rót vandans aukin krafa um vinnustundir sem í raun felur í sér minni framleiðni.  Skoða þarf innri vefi með það í huga að einfalda ferla og þannig tíma sem fer í verkefni – án þess að bæta við tímum annars staðar. Smellið hér til að lesa pistilinn.


Vefur Reykjavíkurborgar aðgengilegur fötluðum

Vefur Reykjavíkurborgar hefur nú fengið aðgengisvottun, en vottunin er veitt af Öryrkjabandalaginu og ráðgjafafyrirtækinu Sjá ehf. Í þessu felst að vefurinn er aðgengilegur öllum notendum óháð fötlun eða getu. Jón Gnarr, borgarstjóri, tók á móti fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands sem afhentu honum skjal til staðfestingar á vottuninni.

Vottunin felur einnig í sér skuldbindingu Reykjavíkurborgar til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Miðað er við gátlista Sjá ehf. sem fylgir í meginatriðum gátlista W3C (World Wide Web Committee), frá Website Accessibility Initiative (WAI) sem gefinn var út 1999.

Continue reading