Tryggingamiðstöðin fær vottun um forgang III

Tryggingamiðstöðin (TM hf) hefur fengið vottun um forgang III, frá fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkjabandalagi Íslands fyrir vef sinn www.tm.is, fyrst íslenskra fyrirtækja.

Ekkert annað íslenskt fyrirtæki, opinbert eða í einkarekstri, hefur fengið þessa vottun og er hún jafnframt sjaldgæf á heimsvísu. Með þessu er vefurinn því orðinn aðgengilegasti þjónustuvefur landsins. Fyrir tæpum tveimur árum hlaut TM vottun fyrir forgang I og II fyrir nýjan og gjörbreyttan vef sinn og varð þá fyrsta einkafyrirtæki á Íslandi til þess að hlotnast slík vottun.

Sjá nánar um fréttina á vef TM

Við óskum Tryggingamiðstöðinni hjartanlega til hamingju með áfangann.