SJÁ opnar mobile vef (vef á farsíma)

Sigrún Þorsteinsdóttir frá SJÁ, hélt fyrirlestur á ráðstefnu SKÝ um Netið í vasanum þann 30. október síðastliðinn. Þar fjallaði Sigrún um þær efnislegar takmarkanir sem fylgja litlum skjám en einnig möguleikum sem felast í farsímavefjum og vefjum á öðrum flökkutækjum.

Í tengslum við fyrirlesturinn opnaði SJÁ vefinn sinn til að skoða á 3G farsíma og var vefurinn sniðinn með skjái farsíma eða annarra flökkutækja í huga. Einnig eru hafðar í huga þarfir þeirra notenda sem eru á ferðinni og eru að skoða vefsíðu SJÁ en miklu máli skiptir að efni sé sniðið eftir þörfum notenda. Gert er ráð fyrir mikilli útbreiðslu vefja á farsímum og er það ánægjulegt fyrir okkur hjá SJÁ að vera með þeim fyrstu. Vefurinn er í Beta útgáfu. Til að nálgast vefinn á 3G farsíma er hægt að fara inn á almennu slóðina www.sja.is.