World Usability Day – 8. nóvember

Í dag er World Usability Day eða Dagur nytsemi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 2005 en markmiðið er að vekja athygli á nytsemi og hversu mikilvægt það er að hanna vefi með þarfir og væntingar notenda í huga (sjá www.worldusabilityday.org). Í tilefni dagsins birtist í Morgunblaðinu í dag grein eftir þær Áslaugu Friðriksdóttur og Jóhönnu Símonardóttur frá Sjá.

Við hjá Sjá rekum okkur á að notendur lenda í margvíslegum vandræðum þegar þeir nota vefi, þessi atriði eru sum hver sameiginleg mörgum vefjum. Góð vísa er því aldrei of oft kveðin – nauðsynlegt er að huga vel að þörfum, kröfum og væntingum notenda ef vel á að takast til.

Ef þú vilt fræðast meira um nytsemi eða prófanir á vefnum þínum getur þú haft samband við okkur hjá SJÁ.