Vefir í úrslitum Íslensku vefverðlaunanna 2007

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) kynnir þá vefi sem dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2007 hefur valið til úrslita í hverjum flokki. Vefverðlaunin 2007 verða veitt á Hótel Sögu 1. febrúar næstkomandi og hefst dagskráin með hanastéli kl. 17:00. Fyrr um daginn stendur SVEF fyrir ráðstefnu um vefmál þar sem úrval innlendra og erlendra fyrirlesara munu halda erindi og sitja fyrir svörum.

Ráðstefnan hefst kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn SVEF, en aðgangseyrir er kr. 5.000 fyrir utanfélagsmenn.

Tilnefndir vefir