Hvers vegna Netið er ávanabindandi

Lee Gomes blaðamaður hjá Wall Street Journal dagblaðinu skrifaði nýlega um áhugaverða rannsókn sem fjallar um ómótstæðileika Netsins. Hver kannast ekki við að festast á Netinu? Í þessum rannsóknum kom í ljós að heilinn verðlaunar sjálfan sig með smá inngjöf af náttúrulegum „gleðigjöfum“ þegar við rekumst á upplýsingar sem eru áhugaverðar og krefjast þess að við brjótum heilann aðeins.


 
Irving Biederman, taugavísindamaður hjá háskólanum í Suður-Kalifornía setti rannsóknina þannig upp að hann sýndi þátttakendum ljósmyndir og fann út að áhugaverðar myndir vöktu mestu viðbrögðin (áhugaverðar voru túlkaðar sem t.d. myndir af öpum í trjám á móti t.d. mynd af tómu bílastæði). Þær myndir sem þóttu áhugaverðar áttu allar sitthvað sameiginlegt eins og áhugavert sjónarhorn eða einhvers konar dulúð yfir myndefninu. Áhugaverðu myndirnar sýndu allar á einn eða annan hátt nýjar upplýsingar sem þátttakendur þurftu að brjóta heilann yfir. Þegar Biederman svo tengdi þátttakendur við heilaskannann voru viðbrögðin þau að myndirnar sem þóttu áhugaverðar sýndu mun meiri heilavirkni en hinar. Þetta þykir sýna fram á að upplýsingar sem okkur þykir áhugaverðar geti jafnvel verið ávanabindandi.