Árangur í áföngum – Ný tækifæri í rafrænni stjórnsýslu

Miðvikudaginn 14. maí nk standa Sjá og Marimo fyrir hádegisverðarfundi um tækifæri í rafrænni stjórnsýslu á Grand Hótel, fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 14:00.

Ljóst er að hið opinbera þarf að bæta vefþjónustu og vefsamskipti við íbúa landsins verulega en Ísland kemur afar illa út úr alþjóðlegum samanburði. Á fundinum verður farið yfir vefútfærslur sem falla undir hugtökin rafræn stjórnsýsla, rafræn þjónusta og rafrænt lýðræði. Fjallað verður um aðgengi að opinberum upplýsingum og hvaða tækifæri eru falin í að auðvelda og opna aðkomu einkaaðila að þeim. Farið verður yfir hvernig má nota opinn hugbúnað eða vera hluti af slíkri þróun og hvort til eru hagkvæmar leiðir til að ná miklum árangri á skömmum tíma.

Dagskrá auglýst síðar.
 
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér eða í gegnum netfangið sja@sja.is