Um allan heim hefur verið haldið upp á Dag notendavæni eða World UsabilityDay árlega síðan 2006. Það árið voru um 40 þúsund manns sem héldu upp á daginn í 175 borgum í 35 löndum. SJÁ hefur að sjálfsögðu verið þátttakandi frá upphafi og hefur markað daginn með ýmsu móti.
Má þar til dæmis nefna greinar um nytsemi, aðgengismál, innri net og fleiri mál í fjölmiðlum. Einnig hefur SJÁ haldið ráðstefnur og var meðal annars haldin ráðstefna 14. nóvember 2006 um aðgengismál. Ráðstefnan var afar vel sótt.
Þemað í ár hefur verið tilkynnt og er það helgað Samgöngum (e. Transportation). Dagurinn í ár er 13. nóvember.
SJÁ ætlar auðvitað að vera með í ár svo fylgist með hér á vefnum þegar nær dregur!