Glataðar vefsíður?

Á rápi um vefheima má oft rekast á forvitnilegar vefsíður. Ein af þeim er Webpages that suck (Ömurlegar vefsíður) og eins og af nafninu má sjá er þar á ferðinni vefsíða sem tekur fyrir allar syndir vondrar vefsíðu.

Má þar nefna atriði eins og að hanna leiðarkerfi í Flash, að bjóða upp á sprettiglugga (e. pop up windows), vefsíða virkar ekki í öllum vöfrum o.s.frv. Einnig eru atriði sem eru kannski heldur huglæg enda er listinn nú meira til gamans en að vera framsettur sem vísindi.