Við hjá SJÁ rákumst á þessa frábæru hugmynd fyrir viðmótshönnuði. Það er endalaust hægt að vesenast með forrit til að teikna upp viðmót en stundum er eins og tölvuskjárinn og forrit sem eru hönnuð til að hægt sé einmitt að..hanna… séu beinlínis heftandi. Þetta er því hin skemmtilegasta lausn og er tvímælalaust jólagjöfin í ár fyrir viðmótssérfræðinga!