Ráðstefna og Vefverðlaunin

Skráning er nú í fullum gangi á Veflausnir, ráðstefnu SVEF um vefmál sem verður haldin í dag, föstudaginn 30. janúar kl. 14 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Íslensku vefverðlaunin 2008 en verðlaunaathöfn mun fara fram að lokinni ráðstefnunni. Við hvetjum alla til að mæta á fróðlega ráðstefnu og auðvitað verðlaunaafhendinguna líka! Ókeypis er á ráðstefnuna fyrir félagsmenn SVEF.

Athygli er vakin á því að nýir félagar SVEF geta skráð sig á ráðstefnuna um leið og þeir skrá sig í félagið.