Á vef webdesignerdepot.com má finna áhugaverða grein um skrif fyrir vefinn. Þar gefa þeir 10 góð ráð varðandi það hvernig stílfæra má texta fyrir vef en einnig með leitarvélar í huga.
Það er af sem áður var, eins og löngu er vitað að nægilegt sé að troða sem mest af meta tögum inn í vefsíður, Google vélarnar verða einfaldlega pirraðar á því. Vel skrifaður texti (á vel kóðuðum vef) er það sem máli skiptir þ.e. að hann sé hnitmiðaður, og í samræmi við eðlilegt málfar notandans sjálfs, á einföldu en ekki uppskrúfuðu máli. Við vitum t.d. sjálf að við leitum ekki að orðinu „bifreið“ heldur „bíll“ á Netinu, en allt of margir flaska á þessu. Við mælum með þessari grein. Atriðin 10 eiga kannski ekki við um hverja einustu vefsíðu, en eiga við um lang flestar.