Galdurinn á bak við 2.7 milljarða dala spurningu Amazon

Að breyta hnappi getur aukið innkomu vefjar um 300 milljónir dala. Betra ROI (Return of Investment) er ekki hægt að hugsa sér. Þetta segja þeir hjá User Interface Engineering. Þeir ættu að vita hvað þeir eru að tala um þar sem það voru þeir sem breyttu hnappinum og sáu með eigin augum hversu gríðarleg áhrif hönnun og viðmót getur haft varðandi innkomu og velgengni. Það má segja að oft velti lítil þúfa þungu hlassi!

Hver er galdurinn? Jú…þessi einfalda spurning: „Var þessi umsögn gagnleg fyrir þig“ (Was this review helpful to you?). Svarið er jafnvel einfaldara…Já eða nei. Jared M. Spool rekur í stórgóðri grein sinni kosti og galla virkninnar og alls kyns skemmtilegar pælingar í kringum hana. Einnig er fróðlegt að lesa athugasemdir lesenda. Stórskemmtileg grein sem við mælum með!