Á vef Webdesignerdepot má sjá ansi áhugaverða úttekt, þó smá sé í sniðum, á tveimur risum í vefbransanum; Apple og Microsoft. Þó að fyrirtækin tvö séu ekki um allt lík (Apple er með mun einbeittari markaðssókn) þá er mjög áhugavert að sjá hvernig þeir eru að koma út.
Allt í allt má segja að Apple hafi vinningin hvað nytsemina (usability) varðar því markmið vefjarins (og fyrirtækisins) eru skýr og það fer ekki á milli mála hvað verið er að kynna og selja, leiðarkerfi er stöðugt út í gegn og Apple þykir einnig styðja betur við ímynd sína (með notkun á litum og hönnun) en Microsoft gerir. Við mælum með lestri á þessum skemmtilega samanburði: