Jakob Nielsen birti um daginn grein um tíu helstu mistökin í uppbyggingu vefsvæða eða það sem kallast á ensku Information Architecture.
Uppbygging vefsvæða er samofin bæði nytsemi og hönnun en allt of oft liggja ekki fyrir grunnteikningar að vefnum. Það getur verið fyrir notendur eins og að keyra í ókunnugu landi án landakorts. Helstu mistökin sem Nielsen nefnir eru bundin leiðarkerfinu þ.e. ósýnilegt leiðarkerfi (navigation), ósamræmi og of margir möguleikar í leiðarkerfi. Einnig nefnir hann áhugaverðan punkt varðandi leit og uppbyggingu en staðsetning innan vefsíðu (t.d. frá Google) verður að vera í samræmi við t.d. leitarorð. Áhugaverð grein sem á erindi til margra.